Starfið í desember

Í desember breytum við aðeins út af hefðbundnu starfi hjá Birtu og leggjum áherslu á að gera eitthvað skemmtilegt í skammdeginu. Nóvember- og desembermánuðir reynast fólki oft erfiðir og margir eiga erfitt með að halda sinni daglegu rútínu sem þeir hafa komið upp og við sjáum mætingar dala. Því er nauðsynlegt að breyta aðeins til og fylla starfið af einhverju skemmtilegu sem fólk getur hlakkað til að koma í.

Til viðbótar við hefbundið starf í stundatöflu má hér sjá jóladagskránna okkar:

30. nóvember, mánudagur kl. 13-16 – Brjóstsykurgerð
1. desember, þriðjudagur kl. 13-15 – Er barnið/unglingurinn (eða við sjálf) að hverfa í veröld internetsins?
3. desember, fimmtudagur kl. 10-12 – Konfektgerð
8. desember, þriðjudagur kl 11-16 – Óvissuferð til Reykjavíkur
9. desember, miðvikudagur kl. 12-16 – glerlistarhópur 2 klárar, kl. 13-15 – aðrir í eldhúsi
15. desember, þriðjudagur kl. 11-14 – síðasti hópfundur fyrir jól og jólaeldhús
16. desember, miðvikudagur kl. 13-16 – nammikransagerð
17. desember, fimmtudagskvöld kl. 20 – Jólatónleikar Birtubandsins á Hendur í Höfn í Þorlákshöfn

Jólafrí frá 18. desember til og með 4. janúar 2016. Starfið hefst að nýju 5. janúar.