Stofnun Starfsendurhæfingar Suðurlands

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Suðurlands var haldinn þann þann 19. maí 2009. Aðdraganda stofnunarinnar má rekja til haustsins 2008 en þann 28. október 2008 var haldinn kynningarfundur í fundarsal þjónustuskrifstofu stéttarfélaga um starfsendurhæfingu á Suðurlandi. Í kjölfar kynningarfundarins var skipaður undirbúningshópur og síðar starfshópur sem í voru Svava Jónsdóttir frá Smfs, Guðný Ingvarsdóttir frá Lífeyrissjóðnum Festa og María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri í Hveragerði.
Í janúar 2009 var Starfsendurhæfingu Suðurlands gefið nafnið Birta eftir óformlega nafnasamkeppni meðal stjórnar Birtu og samstarfsaðila. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands á heiðurinn að nafni og merki Birtu.

Stofnaðilar Birtu

Stofnaðilar eru; Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Rangárþing ytra, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Báran stéttarfélag, Verkalýðsfélag Suðurlands, FOSS Suðurlandi, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Vinnumálastofnun Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauði Krossinn Árnesingadeild, Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga, Fræðslunet Suðurlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Heilsustofnun NLFÍ og Smfs.

Stjórn Starfsendurhæfingar Suðurlands

Ný stjórn var kjörin á ársfundi þann 10. maí 2024 og hana skipa fyrir starfsárið 2024-2025:

Kristín Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar.

Varamaður: Valgerður Rut Jakobsdóttir, Vinnumálastofnun.

Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Festa lífeyrissjóður.

Varamaður: Þröstur Sigurðsson, Lífeyrissjóði Rangæinga.

Árný Erla Bjarnadóttir, FOSS stéttarfélagi.

Varamaður: Hekla Dögg Ásmundsdóttir, sveitarfélagið Árborg fullorðinsteymi.

Halldóra S. Sveinsdóttir, Bárunni stéttarfélagi.

Varamaður: Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, VR stéttarfélagi.

Sandra D. Gunnarsdóttir, Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi.

Varamaður: Kristín Elfa Ketilsdóttir, Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi.

Skoðunarmenn eru: Þór Hreinsson og Eyjólfur Sturlaugsson.

Ný stjórn á eftir að skipta með sér verkum.

Starfsfólk Birtu

Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi. Forstöðumaður Birtu.

Netfang: sandra@birtastarfs.is

Elísabet Kristjánsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur. Verkefnastjóri líkamlegrar endurhæfingar og ráðgjafi í starfsendurhæfingu.

Netfang: beta@birtastarfs.is

Margrét Anna Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi.

Netfang: margretanna@birtastarfs.is

Margrét Brynja Guðmundsdóttir, sálfræðingur.

Netfang: brynja@birtastarfs.is

Inga Berglind Jónsdóttir, þjónustustjóri.

Netfang: inga@birtastarfs.is

Hvar er Birta til húsa?

Birta er með aðstöðu í Fjölheimum við Tryggvagötu á Selfossi og þar fer kennsla jafnframt fram.

Skrifstofur Birtu eru á skrifstofugangi á fyrstu hæð hússins, sálfræðingur Birtu er með aðstöðu í viðbyggingu á jarðhæð.

Hvernig er hægt að hafa samband?

Hægt er að ná í sambandi við ráðgjafa Birtu með því að hringja í síma 560-2055 eða senda tölvupóst á birta@birtastarfs.is

Ársskýrslur og ársreikningar

Birta starfsendurhæfing notar vefkökur – þú getur lesið nánar um það með því að smella HÉR