Hjá Birtu er boðið upp á fjölbreytt námskeið og fræðslu. Á morgnana, milli kl. 9-12 er svokallað grunnstarf Birtu, auk hreyfingar, en í það mæta allir þátttakendur (nema þeir sem eru í námi eða vinnutengingu á þeim tíma). Í grunnstarfi Birtu er boðið upp á fræðslu um bætta andlega líðan, lífsstílstengda fræðslu, sjálfseflingu, hópfundi o.fl. Eftir hádegið eru lokaðir hópar og námskeið sem þátttakendur velja sér út frá hvað hentar viðkomandi. Dæmi um lokaða hópa/námskeið eru; PEERS félagsfærninámskeið, Björg bjargráð í tilfinningastjórnun, kvíðahópar, félagskvíðanámskeið, karlahópar, konuhópar, skapandi starf, samkenndarhópur, hópmarkþjálfunarhópar, næringarstuðningshópur. Einu sinni á ári er boðið upp á ADHD námskeið í samstarfi við ADHD samtökin.

Námskeið og lokaðir hópar í boði hjá Birtu á vorönn 2024

Hér má sjá yfirlit yfir námskeið og lokaða hópa sem eru í boði á haustönn 2024:

Karlahópur

Konuhópur

Björg – bjargráð í tilfinningastjórnun

Bjargráðakerfið Björg var þróað af Dr. Julie Brown og byggist á aðferðafræði díalektískrar atferlismeðferðar (DAM). Með aðferðum DAM er einstaklingum kennt að staðfesta og samþykkja hverjir þeir eru, en á sama tíma að aðstoða og leiðbeina þeim að gera hjálpsamlegar breytingar sem stuðla að stöðugra tilfinningalífi. Núvitund er mikilvægur hluti af DAM. Áhersla er á að draga úr hvatvísi, ná stöðugleika í samböndum við sjálfan sig og aðra og að auka við sjálfsvirðingu. Á námskeiðinu eru kennd 9 bjargráð og kerfistæki (tilfinningamælir, gerðir bjargráða og uppskrift að bjargráðum). Þátttakendur fá veglega handbók með verkefnum og lesefni.

Tímalengd: 12 skipti

Tímasetning: Þriðjudaga kl. 13-15 á tímabilinu 27. febúar – 21. maí

Leiðbeinendur: Ráðgjafar Birtu

Meðferðargrúbba hjá Berglindi félagsráðgjafa – lota 3

Áhersla á að styðja við þær breytingar sem einstaklingurinn er að fara í gegnum hjá Birtu Starfsendurhæfingu með lausnamiðaðri og valdeflandi nálgun. Unnið er að því að skapa hópdýnamík þar sem traust, samkennd og þroski skapar innihald og ferli hópsins þar sem samverkun leiðbeinanda og þátttakenda þjónar valdeflandi. Við stefnum að því að skapa andrúmsloft samkenndar og tilfinningalæsis.

Fjöldi í hóp: 6-8 einstaklingar

Lengd: 6 vikur/skipti, 1 x í viku, 2 klst. í senn.

Hvenær: kl. 13.00 – 15.00, ekki komin dagssetning

Hvar: Meðferðarstofu Berglindar, Fyrsta skrefið, Austurvegi 10.

Samkenndarhópur – Ekki komnar dagssetningar

Markmið námskeiðsins: Núvitund og samkennd í eigin garð gerir okkur kleift að mæta erfiðum tímabilum í lífinu með sjálfsmildi, umhyggju og skilning. Samkennd og sjálfsmildi í eigin garð er falleg og hugrökk leið til sjálfsvinnu. Hún styður okkur í að bregðast við þeim erfiðleikum sem við ómeðvitað sköpum okkur sjálf, t.d. með neikvæðri innri gagnrýni, með því að einangra okkur eða með því að festast í óhjálplegum aðferðum.

Núvitund er fyrsta skrefið í vegferð okkar að öðlast samkennd – og felst í að opna sig fyrir erfiðri reynslu með hlýju og vakandi athygli (hugsunum, tilfinningum og því sem við finnum fyrir í líkamanum). Síðan kemur samkennd í eigin garð – að vera meðvituð um að færa okkur góðvild og hlýju.

Margar rannsóknir sýna fram á að samkennd í eigin garð hefur sterk tengsl við andlegt jafnvægi, auðveldar að takast á við áskoranir lífsins, dregur úr depurð og kvíða, eflir heilbrigðar lífsvenjur og styrkir tengsl við aðra. Þessi aðferð hjálpar okkur að viðurkenna og gangast við okkur sjálfum eins og við erum, hvetja okkur áfram með vinsemd, fyrirgefa okkur þegar þörf er á, tengjast öðrum af heilum hug og leyfa okkur að vera við sjálf.

Tímalengd: 6 vikur

Tímasetning: Óákveðið

Leiðbeinandi: Thelma Lind Guðmundsdóttir

Til að fá meiri upplýsingar eða til að skrá sig þarf að ræða við ráðgjafa. 

Virkniúrræði í boði hjá Fræðslunetinu á vorönn 2024

 

Líf með verkjum, hópráðgjöf

Hópráðgjöf/fræðsla fyrir fólk með langvinna verki, 6-8 þátttakendur. Markmiðið með fræðslunni er að þátttakendur fái góða grunnþekkingu og skilning á eigin ástandi og geti nýtt sér þær aðferðir sem þar eru kenndar til að bæta líðan sína, auka bjargráð og séu betur í stakk búnir til að takast á við verki á uppbyggilegan hátt.

Leiðbeinandi: Eggert Birgisson, sálfræðingur

Tími: 4. – 25. mars, mánudaga og fimmtudaga kl. 14:00 – 16:00 – staðnám

Uppleið – vottuð námsleið

Námið byggir á hugrænni atferlismeðferð. Markmiðið er að auka færni einstaklinga til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.
Leiðbeinandi: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Tími: 8. febrúar -14. mars, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 -12:00 – staðnám
Tími: 9. apríl – 21. mars, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 -12:00 – staðnám
Tími: 18. apríl – 30. maí, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 -15:00 – fjarnám

Augnablikið – núvitundarnámskeið

Núvitund í daglegu lífi. Hvað er núvitund og hentar hún mér? Námskeið um núvitund og lífeðlisfræðileg áhrif þess að iðka núvitund. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast þeim leiðum sem hægt er að fara í iðkun núvitundar. Rannsóknir sýna að núvitund gagnast vel til að takast á við t.a.m. tilfinningar, streitu, svefn og verki. Einnig að iðkun á núvitund getur gefið fólki betra innsæi í tilfinningar sínar, betri athygli, minni og einbeitingu.
Leiðbeinendur: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur
Tími: 3. – 13. júní, mánudaga og fimmtudaga kl. 13:30-15:30 – staðnám

Meiri þekking, minni streita

Á námskeiðinu er farið yfir áhrif streitu á andlega og líkamlega líðan. Farið verður yfir ýmis verkfæri til að ná betri stjórn á neikvæðum áreitum í lífinu. Farið verður sérstaklega yfir samskipti og hvernig setja eigi mörk í samskiptum og leysa ágreining.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka skilning á neikvæðum áhrifum streitu og bæta við þekkingu þátttakenda um hvernig hægt er að stjórna streitunni með heilsusamlegum venjum og bættum lífstíl. Lögð er áhersla á markmiðssetningu, bætt samskipti, hvernig setja eigi mörk og þannig minnka streitu og ná meiri stjórn á aðstæðum í lífi sínu. Námskeiðið skiptist í fræðslu, umræður og verkefnavinnu.
Leiðbeinandi: Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur
Tími: 5. feb. – 4. mars, mánudagar kl. 13:00-15:00 – staðnám

Stafræn hæfni og snjalltækjanotkun

Markhópurinn er fólk sem hefur þörf fyrir að læra á snjalltæki, spjaldtölvur eða snjallsíma. Námskeiðin fela í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti m.a. í tölvu. Bæði er lögð áhersla á hagnýtt gildi sem og skemmtanagildi tækjanna.
Leiðbeinandi: Bjarni H. Ásbjörnsson
Tími: 29. jan. – 12. feb., mánudaga og fimmtudaga kl. 10:00 -12:00 – staðnám

Meiri þekking, minni streita

Á námskeiðinu er farið yfir áhrif streitu á andlega og líkamlega líðan. Farið verður yfir ýmis verkfæri til að ná betri stjórn á neikvæðum áreitum í lífinu. Farið verður sérstaklega yfir samskipti og hvernig setja eigi mörk í samskiptum og leysa ágreining. Markmiðið með námskeiðinu er að auka skilning á neikvæðum áhrifum streitu og bæta við þekkingu þátttakenda um hvernig hægt er að stjórna streitunni með heilsusamlegum venjum og bættum lífstíl. Lögð er áhersla á markmiðssetningu, bætt samskipti, hvernig setja eigi mörk og þannig minnka streitu og ná meiri stjórn á aðstæðum í lífi sínu. Námskeiðið skiptist í fræðslu, umræður og verkefnavinnu.

Leiðbeinandi: Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur

Tími: 26. sept.- 24. okt. þriðjudaga kl. 13-15.

Snjalltækjanotkun

Markhópurinn er fólk eldra en 55 ára og/eða sem hefur þörf fyrir að læra á snjalltæki, spjaldtölvu eða snjallsíma. Námskeiðin fela í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. Bæði er lögð áhersla á hagnýtt gildi sem og skemmtanagildi tækjanna.

Leiðbeinandi: Bjarni H. Ásbjörnsson

Tími: 22. – 30. nóvember, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10-12

Íslenskunámskeið

eru haldin á: Selfossi, Höfn, Hvolsvelli, Hellu, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Flúðum og Þorlákshöfn Sjá nánar á fraedslunet.is

Önnur úrræði:

Náms- og starfsráðgjöf

Námsbrautir FA

Menntastoðir

Félagsliðagátt

Leikskólaliðabrú

Stuðningsfulltrúabrú

Stakir áfangar á þessum námsleiðum

Raunfærnimat s.s. sjúkraliðar, vinnumarkaðshæfni, þjónustubrautir (félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi) og matartækni

Til að fá meiri upplýsingar eða til að skrá sig þarf að ræða við ráðgjafa.