Starfið á vorönn
Starfið hjá Birtu er nú að fara á fullt á vorönn. Í næstu viku byrja þátttakendur á sjálfsstyrkingar- og sjálfseflingarnámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Námskeiðið verður vikulega næstu sjö vikurnar. Í lok febrúar byrjar atvinnutengt námskeið sem miðar að því að efla og undirbúa þátttakendur undir að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Þeir sem fara á það námskeið halda áfram í prógramminu hjá Birtu en bæta við sig starfsprufu. Tveir hópar eru nú í gerlist hjá Dagnýju í Hendur í Höfn, byrjenda- og framhaldshópur. Líkamsræktin er í Sportstöðinni og mæta þátttakendur tvisvar í viku og æfa undir handleiðslu íþrótta- og heilsufræðings. Jóga og slökun er svo einu sinni í viku í salnum í Sandvíkursetri.