Síðasta vikan fyrir páskafrí

Nú er starfið hjá Birtu að mestu komið í páskafrí. Glerlistarhópur klárar sitt námskeið fyrir páska en önnur námskeið eru komin í frí.
Í liðinni viku kláraðist 6 vikna matreiðslunámskeið í nýja kennslueldhúsinu í Fjölheimum. Langþráður draumur um verklega kennslu samhliða fræðslu um heilbrigt mataræði hefur loksins ræst 🙂 Nýtt námskeið hefst eftir páska.

Starfið hefst á ný miðvikudaginn 3. apríl. Mæting í Sportstöðina kl. 11. Þar á eftir ætlum við að fá okkur súpu í Eldhúsinu v/Samkaup og svo verður hópfundur strax á eftir.

Námskeiðin hefjast svo á nýjan leik í vikunni 8.-12. apríl.