Hauststarfið hjá Birtu

Hauststarf Birtu hefst 5. september samkvæmt stundatöflu (sjá hér til hliðar)

VIð byrjum mánudaginn 5. september, kl. 13.00-15.30. Við verðum í stofu 6 í Iðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á mánudag og þriðjudag verðum við með kynningu á stundatöflunni, starfi Birtu og svo ætlum við að kynnast öll aðeins betur  🙂

Á miðvikudaginn byrjum við í heilsueflingu – fræðsluhluta, á fimmudaginn byrjum við á SMS sjálfsstyrkingarnámskeiði og á föstudaginn byrjar Úr frestun í framkvæmd námskeið.

Það verður því nóg um að vera fyrstu vikuna í Birtu 🙂

Munið að mæta tímanlega!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sandra og Beta