Ársfundur Birtu

Ársfundur Birtu var haldinn í Fjölheimum á Selfossi fimmtudaginn 31. október sl. 

Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum frá stofnaðilum Birtu. Ný stjórn var kjörin á fundinum. María Kristjánsdóttir og Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir sitja áfram, ný í stjórn koma Ragnheiður Hergeirsdóttir, Gills Einarsson og Anna Margrét Guðmundsdóttir. Ásmundi Sverri Pálssyni, Má Guðnasyni og Mögnu F. Birni voru þökkuð vel unnin störf sl. ár.