Starfið í haust

Starfið hjá Birtu hefur farið vel af stað nú í haust. Í nóvember eru 27 einstaklingar í endurhæfingu hjá Birtu á þremur línum; matslínu, endurhæfingarlínu eða í hreyfingu hjá íþrótta- og heilsufræðingi. Fjölbreytt námskeið og fræðsla hefur verið í boði. Nýtt námskeið Lífsstíll: nýjar venjur hófst í september.  Þetta er 12 vikna námskeið þar sem boðið er upp á fræðslu og stuðning við að breyta venjum sínum til hins betra. Theódór Birgisson félagsráðgjafi hjá Lausninni, sem er nú með aðstöðu í Fjölheimum, hefur verið með fræðslu einu sinni í viku frá því í september. Theódór ætlar að vera hjá Birtu með vikulega fræðslu í vetur og er m.a. að taka fyrir samskipti, meðvirkni, nánd og samband, reiðistjórnun og fleira.

Stundatafla Birtu er aðgengileg hér