Námskeið og fræðsla hjá Birtu er(u) ýmist skipulögð af ráðgjöfum Birtu og/ eða í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands, sem er símenntunarstöð okkar Sunnlendinga. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um námskeið sem haldin eru en auk þeirra eru ýmis önnur námskeið haldin allt árið um kring.

Námskeið og fræðsla sá vegum Birtu:

Lífsstíll – heilsa – heilsutengd fræðsla. Vikuleg fræðsla/hreyfing úti yfir sumarmánuðina.

Bætt andleg líðan – Vikuleg fræðsla um þunglyndi, kvíða, félagskvíða, streitu, núvitund, svefn og svefnvanda og fleira.

Efling í starf – vinnumarkaðstengt námskeið, heimsókn á vinnustaði og fleira.

Hópfundir – Vikulegir fundir þar sem m.a. er farið yfir það sem er á döfinni.

Sjálfsefling – Vikuleg fræðsla um t.d. samskipti, meðvirkni, markmiðasetningu, nánd og sambönd, reiðistjórnun, tækifærin mín o.m.fl.

Kvíðahópar – Unnið með kvíða og leiðir til að takast á við hann undir leiðsögn sálfræðings.

 

Námskeið og fræðsla sem haldin er í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands

Fjármálanámskeið – unnið með tilfinningar tengdar fjármálum, kenndar leiðir til að skipuleggja fjármálin. Unnið með skulda-/greiðsluvanda.

ADHD námskeið – fræðsla um ADHD.

Efling í starf

Samskipti og styrkur – Unnið með sjálfsmynd, samskiptatækni og styrkleika.